Meðmæli

Ég leitaði til osteópata eftir að hafa verið með verki í bakinu í langan tíma og var búin að prófa alls kyns meðferðir til að laga bakið en ekkert hafði virkað. Ég æfi hópfimleika þar sem álagið á líkamann er mikið og það er mikið af löngum æfingum. Á svona löngum og ströngum æfingum er mjög mikilvægt að líkaminn sé í lagi til þess að æfingarnar nýtist sem best. Ég fann strax mun eftir fyrsta tímann og eftir nokkra tíma þá var verkurinn farinn. Mér fannst það í rauninni ótrúlegt hvað verkurinn fór fljótt því mér hafði verið illt svo lengi.

Eftir þetta hef ég farið til osteópata með reglulegu millibili til að hjálpa mér með alls kyns verki sem fylgja því að æfa svona mikið. Það tekur einungis einn til tvo tíma til að laga það sem er að hverju sinni þar sem orsökin er lang oftast sú að líkaminn er í skekkju og skekkjan er það sem orsakar verkina.

Ég verð aldrei fyrir vonbrigðum og ég get í rauninni ekki mælt nógu mikið með því að leita til osteópata, sama hvert vandamálið er.

 

Kolbrún Júlía Newman