Um félagið

Osteópatafélag Íslands var stofnað í september 2002. Í fyrstu var tilgangur félagsins að sækja um löggildingu fyrir osteópatíu sem löggilda heilbrigðisstétt með það megin markmið að vernda starfstitilinn osteópati. Eftir 3 ára vinnu náði félagið markmiði sínu og osteópatía varð að löggildri heilbrigðisstétt í febrúar 2005 með reglugerð 229/2005, sem síðar varð breytt í 1131/2012.

Osteópatafélag Íslands heldur úti öflugu samstarfi við erlend félög sem hafa þá sameiginlega hagsmuni að efla og kynna osteópatíu. Félagið heldur úti samstarfi við osteópatafélög á Norðurlöndunum (The Nordic Osteopathic Alliance) þar sem Norðurlöndin hafa mörg sameiginleg hagsmunamál í gegnum sameiginlega arfleifð okkar.

Einnig er félagið meðlimur í European Federation & Forum for Osteopath (EFFO) sem heldur utan um osteópatfélög í Evrópu.

Upplýsingar um félagið:
Kennitala: 500902-3610
Formaður félagsins er Haraldur Magnússon osteópati.
Sími formanns er 841-7000
Heimilfang: Eskivellir 7, 221 Hafnarfjörður.

  • Tilgangur Félagsins er að gæta hagsmuna osteópata á Íslandi, sem og að efla og styrkja samhug og samheldni meðal félagsmanna.
  • Efla og kynna starf osteópata á Íslandi.
  • Vera í samskiptum við íslenska ríkið er varðar hagsmuni osteópata.
  • Að efla þróun og standa vörð um gæði osteópatíu á Íslandi.
  • Halda uppi samstarfi við önnur stéttarfélög og erlend hagsmunafélög osteópata um sameiginleg hagsmunamál.